0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Hundur beit póstburðarmann – Fékk fjögur sár eftir vígtennur hundsins

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum

Fíkniefnamál kom upp í liðinni viku en við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst.
Í liðinni viku var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að hundur hafi glefsað í hendi á póstburðarmanni þannig að póstburðarmaðurinn þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Fékk hann fjögur sár á hægri hendi eftir vígtennur hundsins. Málið er í athugun hjá viðeigandi aðilum.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en bifreið hans mældist á 70 km/klst. á Hamarsvegi en hámarkshraði þar er 50 km/klst.  11 kærur liggja fyrir vegna ólöglegrar lagninga ökutækja, ein kæra vegna aksturs án réttinda og ein kæra vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.
Nú styttist óðum í Þjóðhátíð og vill lögreglan af því tilefni minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga. Þá er lögregla með mikinn viðbúnað vegna Þjóðhátíðar og bendir þeim sem þurfa aðstoð lögreglu að hringja í 112.