Vissir þú að þú ræður hvaðan þú kaupir rafmagn fyrir heimilið óháð staðsetningu? Aurbjörg heldur skrá yfir verð á rafmagni hjá raforkufyrirtækjum á Íslandi og það er ekkert mál að skipta um raforkusala, þér að kostnaðarlausu. – HS orka er dýrust á Íslandi og Orka heimilanna er ódýrust skv. verðskrá.
Get ég keypt rafmagn af hverjum sem er?
Já. Þú getur keypt rafmagn af hverjum sem er óháð því hvar þú ert búsett/ur á landinu. Rafmagnskostnaðurinn skiptist í tvennt, annars vegar í raforkusölu og raforkudreifingu en ekki er hægt að skipta um raforkudreifingar aðila. En eins og fyrr segir þá getur þú valið þér raforkusala sem býður upp á hagstætt verð hér beint af þessari vefsíðu.
Hvað geri ég til að skipta um raforkusala
Mjög auðvelt er að skipta um raforkusala og getur það lækkað kostnað heimilsins eða fyrirtækisins.
Þú getur skipt um raforkusala hér beint á vefnum með því að smella á ‘Skipta yfir’ hnappinn hjá viðkomandi raforkufyrirtæki. Sérstaklega þarf að hafa samband við þau fyrirtæki sem ekki bjóða upp á að skipta yfir á vefnum. Skiptingin tekur gildi um þar næstu mánaðamót. Ekki er þörf á að setja upp aukabúnað og engin truflun verður á rafmagnsnotkun þinni við skiptin.
Þú getur skipt um raforkusala hér beint á vefnum með því að smella á ‘Skipta yfir’ hnappinn hjá viðkomandi raforkufyrirtæki. Sérstaklega þarf að hafa samband við þau fyrirtæki sem ekki bjóða upp á að skipta yfir á vefnum. Skiptingin tekur gildi um þar næstu mánaðamót. Ekki er þörf á að setja upp aukabúnað og engin truflun verður á rafmagnsnotkun þinni við skiptin.
Hvernig veit ég hvar ég er að kaupa raforku í dag?
Best er að kíkja á síðasta rafmagnsreikning (t.d. í heimabankanum) en þar kemur fram af hvaða fyrirtæki þú kaupir rafmagn.
Athuga skal að á rafmagnsreikningi kemur fram hvaða fyrirtæki sér um raforkusölu og hvaða fyrirtæki sér um raforkudreifungu. Þú kaupir rafmagn af raforkusala (sem þú getur valið þér), en ekki er hægt að breyta um raforkudreifingar aðila.
Athuga skal að á rafmagnsreikningi kemur fram hvaða fyrirtæki sér um raforkusölu og hvaða fyrirtæki sér um raforkudreifungu. Þú kaupir rafmagn af raforkusala (sem þú getur valið þér), en ekki er hægt að breyta um raforkudreifingar aðila.
Hvað um húsfélög og sumarbústaði
Húsfélög geta einnig keypt rafmagn af hverjum sem er óháð staðsetningu. Töluverður sparnaður getur verið fyrir húsfélög að velja hagstæðan raforkusala.
Sama á við sumarbústaði, en eigendur sumarbústaða geta einnig sparað með því að velja hagstæðan raforkusala fyrir bústaðinn hér á vefnum.
Sama á við sumarbústaði, en eigendur sumarbústaða geta einnig sparað með því að velja hagstæðan raforkusala fyrir bústaðinn hér á vefnum.
Kostar að skipta um raforkusala?
Nei það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Óheimilt er fyrir raforkusala að taka sérstakt gjald af neytendum þegar þeir skipta um raforkusölu. Þú getur skipt um raforkusala hér beint á síðunni.
Hvernig er rafmagns kostnaðurinn minn reiknaður?
Rafmagnsnotkun þín er mæld í kílóvattstundum (kWst) og rafmagns reikningurinn þinn skiptist í raforkudreifingu (sem þú getur ekki breytt) og raforkusölu (sem er á samkeppnismarkaði og þú getur valið þér hagstæðan söluaðila hér á síðunni). Meðalheimili notar að jafnaði 5.000 kWst á ári.
Uppgefin verð í samanburðinum að ofan er án virðisaukaskatts (vsk.), en að jafnaði leggst 24% vsk. ofan á þau nema ef um rafhitun í húsi er um að ræða (þá er 11% vsk.). Til þess að reikna út heildarverð á kWst fyrir bæði dreifingu og sölu á rafmagni þá má nota reiknivél frá Orkusetur: http://orkusetur.is/reiknivelar/raforka/raforkuverd/
Uppgefin verð í samanburðinum að ofan er án virðisaukaskatts (vsk.), en að jafnaði leggst 24% vsk. ofan á þau nema ef um rafhitun í húsi er um að ræða (þá er 11% vsk.). Til þess að reikna út heildarverð á kWst fyrir bæði dreifingu og sölu á rafmagni þá má nota reiknivél frá Orkusetur: http://orkusetur.is/reiknivelar/raforka/raforkuverd/
Hvað er græn orka og hverjir selja græna orku?
Nær öll framleidd orka á Íslandi er endurnýjanleg og þar af leiðandi græn. Hins vegar geta íslensku orku fyrirtækin selt svokallaðar upprunaábyrgðir til annarra landa en fyrirtæki í þeim löndum geta þá sagst vera að nota endurnýjanlega orku. Í staðinn þurfa þessi íslensku orkufyrirtæki að flytja inn orku frá því landi og því getur orkugjafar eins og kjarnorku og kol verið skráð á Ísland.
Í samanburðinum að ofan sést hvaða raforkusalar hafa gefið út sértæka yfirlýsingu um að þeir noti 100% endurnýjanlega orku og selja ekki upprunaábyrgðir til annarra landa (merkt með tveimur laufblöðum) þannig að kjarnorka og kol skráist ekki á reikninga frá orkufyrirtækinu.
Öll orkufyrirtækin veita 100% endurnýjanlega orku á smásölumarkaði en sum fyrirtækin selja einnig til stóriðju og ef upprunaábyrgðir eru seldar á þeim markaði er viðkomandi fyrirtæki merkt með einu laufblaði.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir uppruna raforku hjá öllum íslensku raforkufyrirtækjunum árið 2017 þar sem sést að mikið af óendurnýjanlegri orku er skráð hér á landi (mynd er fengin af heimasíðu Orkustofnunar).
Í samanburðinum að ofan sést hvaða raforkusalar hafa gefið út sértæka yfirlýsingu um að þeir noti 100% endurnýjanlega orku og selja ekki upprunaábyrgðir til annarra landa (merkt með tveimur laufblöðum) þannig að kjarnorka og kol skráist ekki á reikninga frá orkufyrirtækinu.
Öll orkufyrirtækin veita 100% endurnýjanlega orku á smásölumarkaði en sum fyrirtækin selja einnig til stóriðju og ef upprunaábyrgðir eru seldar á þeim markaði er viðkomandi fyrirtæki merkt með einu laufblaði.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir uppruna raforku hjá öllum íslensku raforkufyrirtækjunum árið 2017 þar sem sést að mikið af óendurnýjanlegri orku er skráð hér á landi (mynd er fengin af heimasíðu Orkustofnunar).
Hver er tilgangurinn með þessum samanburði?
Eitt af markmiðum Aurbjörg.is er að hjálpa neytendum, heimilum og landsmönnum öllum að spara pening. Rafmagn er hluti af mánaðarlegum kostnaði heimila en með þessum samanburði geta neytendur valið ódýrara rafmagn og þar af leiðandi lækkað kostnað heimilsins.
Þessi samanburður er einnig hugsaður til að vekja athygli neytenda að hægt er að velja hvaðan rafmagn er keypt og til þess að ýta undir samkeppni sem hefur verið af skornum skammti með því að gefa neytendum betra tól til þess að vera virkir neytendur.
Þar að auki er hann einnig hugsaður til að upplýsa neytendur um aðra mikilvæga þætti í tengslum við rafmagn og rafmagnskaup.
Þessi samanburður er einnig hugsaður til að vekja athygli neytenda að hægt er að velja hvaðan rafmagn er keypt og til þess að ýta undir samkeppni sem hefur verið af skornum skammti með því að gefa neytendum betra tól til þess að vera virkir neytendur.
Þar að auki er hann einnig hugsaður til að upplýsa neytendur um aðra mikilvæga þætti í tengslum við rafmagn og rafmagnskaup.
Hversu oft eru upplýsingarnar á síðunni uppfærðar?
Hugbúnaður Aurbjargar er með sjálfvirka daglega vöktun á breytingum hjá öllum raforkufyrirtækjum landsins ✅
Umræða