-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Rannsókn vegna árása á stúlkubörn í Garðabæ gengur vel

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu er sá sem lýst var eftir í fjölmiðlum vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. Um er að ræða barn sem hefur ekki náð sakhæfisaldri og er málið því unnið í nánu samstarfi við Barnvavernd Garðabæjar og bæjaryfirvöld.
Rannsókn málsins miðar vel en ljóst er að hún muni taka tíma og er því ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglan vill þakka alla þá aðstoð sem henni hefur borist og hafa veitt upplýsingar vegna málsins.
Fyrir hádegi í dag var tekin skýrsla af unglingspilti vegna rannsóknar lögreglu á árásum á ungar stúlkur í Garðabæ á síðustu dögum en drengurinn kom til lögreglu ásamt foreldrum sínum og gaf sig fram. Alls hefur lögregla haft fimm tilvik til rannsóknar og skoðar nú hvort drengurinn tengist þeim öllum.
Lögregla hefur lagt allt kapp á að upplýsa málið eins hratt og hægt er. Þar hafa upplýsingar frá almenningi skipt verulegu máli og vill lögregla þakka öllum þeim sem veitt hafa aðstoð við málið. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um málið á þessu stigi, enda rannsóknin á frumstigum eins og áður segir.