2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

,,Taka þarf á vaxtaofbeldi gagnvart íslendingum!''

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Klárlega eitt brýnasta verkefni verkalýðshreyfingarinnar að taka á þessum vaxtaofbeldi!

Vilhjálmur Birgisson, hefur farið yfir vaxtakostnað á Íslandi í samanburði við önnur lönd og hér að neðan er niðurstaða hans af þeirri könnun. Vilhjálmur hefur ítrekað bent á hversu slæm verðtryggingin er fyrir íslensk heimili og fyrirtæki en verðtrygginging er hvergi til í heiminum nema á Íslandi. Hér bendir hann einnig á að íslensk óverðtryggð lán séu fjarri því að vera sanngjörn m.v. það sem að gerist í öðrum löndum.
,, Hérna sést það vaxtaokur sem íslenskum heimilum er gert að greiða hér á land miðað við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. En hér er samanburður á óverðtryggðum húsnæðislánum milli nokkra landa miðað við 25 milljóna húsnæðislán.

,, Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 110 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en finnsk heimili.
Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 98 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en ítölsk heimili.
Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 98 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en austurríks heimili.
Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 96 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en heimili á Spáni.
Íslensk heimili þurfa að greiða 90 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en heimili í Svíþjóð.
Íslensk heimili þurfa að greiða 85 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en heimili í Þýskalandi.
Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 83 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en heimili á Bretlandi.
Íslensk heimili þurfa að greiða 83 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en heimili í Danmörku.
Íslensk heimili þurfa að greiða 79 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en norsk heimili.
Klárlega eitt brýnasta verkefni verkalýðshreyfingarinnar að taka á þessum vaxtaofbeldi!

Í samanburði á breytilegum óverðtryggðum húsnæðisvöxtum á milli nokkra landa sem við erum oft að bera okkur saman við. Kom skýrt fram að íslensk heimili eru að greiða allt að 110.000 kr. meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði.
Ólafur Ísleifsson doktor í hagfræði og alþingismaður benti á í umræðum um þetta háa vaxtastig hér á landi að í Færeyjum sé verið núna að bjóða heimilum þar upp á fasta húsnæðisvexti sem hljóða upp á einungis 1,7% til 20 ára.
Ég skoðaði því hvað óverðtryggðir fastir vextir viðskiptabankanna hér á Íslandi hljóða upp á en þeir eru 7,1% miðað við að lánshlutfall sé 80%. Rétt að geta þess að þessir óverðtryggðu vextir bankanna hér á landi eru bara bundnir að hámarki til 5 ára.
Þetta þýðir að íslensk heimili þurfa að greiða 112.500 kr. meira í húsnæðisvexti en heimili í Færeyjum! Að hugsa sér að íslensk heimili þurfi að greiða í hverjum mánuði 112.500 kr. meira en heimili í Færeyjum er gjörsamlega galið og sýnir það ofbeldi sem íslenskum heimilum er boðið upp á ár eftir ár.“ Segir Vilhjálmur Birgisson.