Tilkynnt um að aðskotahlutur sæti fastur í hálsi á konu sem búsett væri á hjúkrunarheimili í Laugardal. Starfsmenn hjúkrunarheimilisins notuðu Heimlich björgunaraðferð og var konan komin úr lífshættu þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang.
Þá var tilkynnt um að tvö sex ára gömul börn hefðu flúið af skólalóð í frímínútum í grunnskóla í Hafnarfirði. Stuttu síðar fundust börnin heil á húfi.
Einnig var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á skólalóð í Kópavogi, lögregla á vettvang og var aðilanum vísað af lóðinni. Fíkniefni fundust á leikskólalóð í Kópavogi og er lögreglan á vettvangi.
Umræða