Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er lægð suður af Hornafirði sem fer hægt til norðurs og nálgast landið. Þessi lægð er þó meinlítil miðað við lægðina sem herjaði á landið á síðastliðinn þriðjudag.
Það er sem sagt útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, allvíða strekkingur undir kvöld, en hvassviðri eða jafnvel stormur í vindstrengjum suðaustanlands, t.d. við Öræfajökul. Úrkomusvæði lægðarinnar færist yfir og því verður köflótt rigning á austanverðu landinu, en þurrt vestantil og gæti eitthvað sést til sólar á þeim slóðum. Hiti 2 til 8 stig.
Á morgun blæs áfram úr norðaustri, strekkingur eða allhvass vindur algengur, en dregur úr honum síðdegis um landið sunnan- og austanvert. Rigning eða súld viðloðandi nokkuð víða, en lítil úrkoma í suðvesturfjórðungi landsins. Hlýnar heldur í veðri, hiti 4 til 10 stig á morgun, hlýjast sunnanlands.
Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-23 suðaustanlands. Rigning af og til á austanverðu landinu, en þurrt vestantil. Hiti 2 til 8 stig. Norðaustan 10-18 m/s á morgun, en 5-10 síðdegis um landið sunnan- og austanvert. Víða rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast sunnanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en norðaustan 8-13 undir kvöld.
Norðan 10-15 í fyrramálið og lítilsháttar rigning, en mun hægari austanátt síðdegis á morgun og þurrt.
Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag:
Norðan 10-18 m/s og rigning, en þurrt sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst á landinu.
Á mánudag:
Stíf norðanátt og rigning eða slydda, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Norðanátt með éljum N-lands og hita um frostmark. Skýjað með köflum um landið S-vert og hiti að 6 stigum yfir daginn.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum NA-til, en björtu veðri S- og V-lands. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 30.09.2021 07:45. Gildir til: 07.10.2021 12:00.