Borgarleikhúsi og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra ber að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir króna í bætur og eina milljón í málskostnað skv. dómi héraðsdóms í dag. Atli Rafn stefndi Kristínu leikhússtjóra og Leikfélagi Reykjavíkur vegna uppsagnar sinnar í desember 2017
Atla Rafni var sagt upp vegna ásakana á hendur honum um meinta kynferðislega áreitni en upphaflega bótakrafa hans var þrettán milljónir.
Borgarleikhúsið gaf frá sér tilkynningu vegna dómsins:
„Fyrir skömmu var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, borgarleikhússtjóra. Í málinu gerði Atli Rafn kröfu um greiðslu kr. 10.000.000 í skaðabætur og kr. 3.000.000 í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur sameiginlega til að greiða kr. 1.500.000 í miskabætur og kr. 4.000.000 í skaðabætur.
Hér að neðan má finna samþykkt stjórnar vegna niðurstöðunnar:
„Stjórn Leikfélags Reykjavíkur lítur svo á eftir niðurstöðu héraðsdóms að óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks og því er til skoðunar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Stjórnendur hjá LR leggja mikla áherslu á góðan og faglegan starfsanda í Borgarleikhúsinu og telja mikilvægt að lög og reglur um viðkvæm og vandmeðfarin starfsmannamál séu skýr.“
Að öðru leyti munu umbjóðendur mínir ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.“
Borgarleikhúsið gaf frá sér tilkynningu vegna dómsins:
„Fyrir skömmu var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, borgarleikhússtjóra. Í málinu gerði Atli Rafn kröfu um greiðslu kr. 10.000.000 í skaðabætur og kr. 3.000.000 í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur sameiginlega til að greiða kr. 1.500.000 í miskabætur og kr. 4.000.000 í skaðabætur.
Hér að neðan má finna samþykkt stjórnar vegna niðurstöðunnar:
„Stjórn Leikfélags Reykjavíkur lítur svo á eftir niðurstöðu héraðsdóms að óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks og því er til skoðunar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Stjórnendur hjá LR leggja mikla áherslu á góðan og faglegan starfsanda í Borgarleikhúsinu og telja mikilvægt að lög og reglur um viðkvæm og vandmeðfarin starfsmannamál séu skýr.“
Að öðru leyti munu umbjóðendur mínir ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.“
Umræða