Um klukkan 16 í dag var vegfarandi um Skeiðaveg fyrir því óláni að ný frystikista féll af palli bifreiðar hans og hafnaði fyrir utan veg. Þar sem eigandinn var einn á ferð sótti hann mann sér til aðstoðar en þegar hann kom aftur á vettvang greip eigandi í tómt því að búið var að fjarlægja frystikistuna.
Um var að ræða 311 L frystikistu og málin á henni eru 92 x 118 x 70 cm.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar frystikistan er niður komin eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglunnar á Selfossi.
Umræða