2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son býður sig fram til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Uppfært:

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins býður sig fram til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þetta til­kynnti hann á fundi í Val­höll, höfuðstöðvum Sjálf­stæðis­flokks­ins. Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út þegar Guðlaug­ur Þór steig í pontu en sal­ur­inn var þétt­set­inn.

Á fund­in­um lagði hann áherslu á að flokk­ur­inn yrði að snúa vörn í sókn. „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á ekki að vera stærsti flokk­ur­inn, hann á alltaf að vera lang­stærsti flokk­ur­inn.“

Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, boðar til opins fundar í dag klukkar 12:30 í Val­höll þar sem hann mun gera grein fyrir á­kvörðun sinni um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að mikið hafi verið fjallað um Guð­laug undan­farna daga en hann sagði frá því í síðustu viku að hann væri að skoða það að bjóða sig fram til formanns Sjálf­stæðis­flokksins á lands­fundi flokksins næstu helgi. Að­eins einn er þegar í fram­boði og það er nú­verandi for­maður flokksins, Bjarni Bene­dikts­son, sem hefur verið for­maður síðan árið 2009.

Í við­tali við Frétta­blaðið í vikunni sagði Guð­laugur Þór þetta stóra á­kvörðun og að hann myndi á­vallt til­kynnta for­manninum hana fyrst. Hann sagði fjölda hafa skorað á sig og að hann tæki þessa á­kvörðun al­var­lega.