,,Ekki var um ungling að ræða heldur mann sem er að nálgast fimmta tuginn“
Lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af ökumanni Vespu en hann stoppaði ekki hjólið þegar hann varð var við lögregluna. Hófst þá eftirför frá Skeifunni að Kringlunni þar sem ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu, rann til í hálkunni og datt.
Ökumaðurinn var hjálmlaus og fékk sár á höfuðið við fallið og þurfti lögreglan að aðstoða manninn og koma honum upp á Bráðadeild til aðhlynningar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fjölda umferðarlagabrota: Fyrir að akstur gegn rauðu ljósi tvívegis, akstur gegn einstefnu, ekið eftir gangstéttum / göngustígum ofl. Í þokkabót er hjólið óskráð og ótryggt en ljóst er að hann hefði getað valdið öðrum vegfarendum og ökumönnum miklum skaða sem og sjálfum sér.
Maðurinn var laus að lokinni töku sýna og upplýsinga. Hjólið var fært á lögreglustöð þar sem ekki er vitað um eiganda. Ekki var um ungling að ræða heldur mann sem er að nálgast fimmta tuginn.
Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.