Hugleiðingar veðurfræðings
Hæglætisveður er á landinu í dag, dálítil él norðantil framan af degi en annars víða bjart. Eftir hádegi kemur lítið lægðardrag upp að suðausturströndinni með snjókomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum. Vaxandi suðaustanátt seinnipartinn, 15-20 m/s og snjókoma suðvestantil í kvöld, en síðar slydda og rigning eftir því sem hlýnar í kvöld og nótt. Skilin ganga yfir landið í kvöld og nótt með hvassviðri og snjókomu í flestum landshlutum og gular við varanir eru í gildi á öllu landinu að Norðurlandi Eystra og Austurlandi að Glettingi undanskildum. Í fyrramálið snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með skúrum og hægt kólnandi veðri. Um miðja vikuna snýst í norðanátt með snjókomu norðantil og kólnandi veðri um allt land.
Veðuryfirlit
600 km V af Lófóten er 992 mb lægð sem hreyfist NA. Við Ammassalik er 1024 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til SA, en 700 km SV af Hvarfi er vaxandi 986 mb læg sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt, en norðvestan 5-13 m/s á Austfjörðum fram að hádegi. Lítilsháttar él norðantil, annars bjart með köflum, en snjókoma suðaustantil seinnipartinn. Frost 0 til 4 stig. Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og hlýnar seint í dag, 10-20 í kvöld og snjókoma en síðar slydda, hvassast með suðurströndinni. Fer að rigna í nótt, fyrst suðvestantil. Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum, en léttir til norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig, en kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 30.11.2020 05:10. Gildir til: 01.12.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt, bjartviðri og hiti í kringum frostmark, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp seinnipartinn. Suðaustan 13-18 og snjókoma eða slydda í kvöld, en rigning eftir miðnætti. Hlýnar.
Suðvestan 10-15 og skúrir á morgun, en 13-18 síðdegis. Hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 30.11.2020 05:13. Gildir til: 01.12.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (fullveldisdagurinn): Allhvöss eða hvöss sunnan- og síðar suðvestanátt með rigningu og hita 1 til 8 stig, mildast með suðurströndinni. Kólnar smám saman síðdegis með skúrum eða éljum, en léttir til norðaustanlands.
Á miðvikudag:
Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma norðantil, en heldur hægari vindur og víða él syðra. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir allhvassa norðnátt og snjókomu, en úrkomulítið sunnan heiða. Frost 4 til 12 stig, kaldast in til landsins.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og snjókoma norðantil, en bjartviðri sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, víða bjartviðri og talsvert frost.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en bjart með köflum norðaustanlands. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 29.11.2020 20:27. Gildir til: 06.12.2020 12:00.
Discussion about this post