Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og norðan 13-20 m/s í dag, hvassast suðaustantil. Snjókoma á austurhelmingi landsins og él um landið norðvestanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Frost 1 til 7 stig.
Minnkandi norðanátt á morgun, 5-10 m/s seinnipartinn, en 10-15 á Suðaustur- og Austurlandi. Dálítil él á norðurhelmingi landsins, en léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður, frost 6 til 17 stig undir kvöld.
Spá gerð: 30.11.2024 03:41. Gildir til: 01.12.2024 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (fullveldisdagurinn):
Minnkandi norðanátt, 5-10 m/s seinnipartinn, en 10-15 á Suðaustur- og Austurlandi. Dálítil él á norðurhelmingi landsins, en léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður, frost 6 til 17 stig undir kvöld.
Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt, 8-15 síðdegis sunnan- og vestanlands og dálítil snjókoma, en síðar slydda eða rigning og hlýnar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjartviðri og talsvert frost, en dregur úr frosti um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt og skúrir eða él, en rigning eða snjókoma austantil fram eftir degi. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt, él og vægt frost, en bjartviðri og kaldara á norðaustanverðu landinu.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil él vestantil, en þurrt og kalt í veðri annars staðar.
Á föstudag:
Breytileg átt og él á víð og dreif.
Spá gerð: 29.11.2024 20:10. Gildir til: 06.12.2024 12:00.