3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

15 manns í umferðarslysi, þyrla send til aðstoðar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á vettvangi umferðarslyss á Biskupstunganbraut við Myrkholt. 15 einstaklingar eru sagðir aðilar að slysinu sem varð um klukkan 16. Tilkynnt hefur verið að fjórir séu slasaðir en þó ekki alvarlega. Læknir var fljótlega á vettvangi og að auki er aðstoð frá nærliggjandi stöðum.

TF-Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út vegna slyssins og flaug hún frá Reykjavík upp úr klukkan fjögur og lenti á slysstað um klukkan 17 til þess að flytja þá sem slösuðust á sjúkrahús í Reykjavík að öllum líkindum.

Verkefnið mun taka einhverja stund í vinnslu og verða frekari upplýsingar veittar þegar þær liggja fyrir.