Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands
Fremur hæg vestlæg átt fram eftir degi á mest öllu landinu og þurrt að mestu. Él eða slydduél sunnan- og vestantil síðdegis í suðvestan 8-13 m/s síðdegis. Í nótt nýst svo í sunnanátt með rigningu, fyrst suðvestanlands, og má búast við að það rigni eitthvað fram á nýjársnótt um sunnanvert landið. Minniháttar úrkoma og ekki jafn lágskýjað norðaustanlands.
Spá gerð: 30.12.2019 06:37. Gildir til: 31.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun.
Spá gerð: 30.12.2019 05:19. Gildir til: 31.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (gamlársdagur):
Sunnan 10-18 m/s, en hægari vindur norðan- og vestanlands undir kvöld. Úrkomulítið um landið norðaustanvert, en rigning í öðrum landshlutum, talsverð sunnanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag (nýársdagur):
Suðvestan 10-18, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.
Á föstudag:
Minnkandi norðvestan- og vestanátt og léttskýjað, en dálítil él norðaustanlands. Kalt í veðri.
Á laugardag:
Vaxandi sunnanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með rigningu, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Vestlægari síðdegis og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Kólnar lítillega.
Spá gerð: 29.12.2019 19:45. Gildir til: 05.01.2020 12:00.