Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag, en norðvestan 8-15 m/s austast á landinu. Það verða dálítil él norðaustantil, en víða léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað á morgun, en líkur á lítilsháttar éljum norðan- og vestantil. Áfram kalt í veðri.
Annað kvöld verður vindurinn afar hægur víðast hvar, auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið, og því er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið er skotið.
Veðuryfirlit
Skammt S af Noregi er víðáttumikil 988 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist, og frá henni liggur lægðardrag til NV. Um 250 km V af Snæfellsnesi er nærri kyrrstæð 1004 mb smálægð, en langt SSV í hafi er 1028 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í dag, en norðvestan 8-15 m/s austast á landinu. Dálítil él norðaustanlands, en víða léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Breytileg átt 3-10 og þurrt á morgun, en lítilsháttar él norðan- og vestantil. Hægviðri og víða léttskýjað seint annað kvöld. Áfram kalt í veðri.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og léttskýjað í dag, frost 2 til 7 stig. Hægviðri og stöku smáél á morgun, en þurrt annað kvöld. Frost 0 til 4 stig.
Spá gerð: 30.12.2020 05:18. Gildir til: 31.12.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (gamlársdagur):
Breytileg átt 3-10 m/s og yfirleitt þurrt, en stöku él V-til á landinu. Hægviðri og víða léttskýjað um kvöldið. Frost 0 til 14 stig, kaldast inn til landsins.
Á föstudag (nýársdagur):
Hæg breytileg átt og bjartviðri, frost 2 til 12 stig. Snýst í sunnan 5-13 um landið V-vert, og þykknar upp með dálítilli vætu og hlýnar.
Á laugardag:
Suðlæg átt 8-13 og rigning með köflum S- og V-lands, en bjart um landið NA-vert. Hlýnandi veður.
Á sunnudag og mánudag:
Ákveðin suðvestanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið um landið A-vert. Hiti 1 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli vætu, en áfram þurrt fyrir austan. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 29.12.2020 20:42. Gildir til: 05.01.2021 12:00.