Hætta allri sölu á nýjum bensín- og dísilbílum
Könnun sýnir fram á að síðasti nýi bensín- eða dísilbíllinn sem seldur er í Noregi muni verða strax í apríl 2022 – þremur árum á undan markmiði ríkisstjórnarinnar.
Noregur er á réttri leið með að kveðja alfarið sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum fyrir byrjun apríl 2022, samkvæmt nýrri greiningu frá norska bílasambandinu (NAF).
Samkvæmt mánaðarlegum upplýsingum um bílasölu sem gefin eru út af umferðarupplýsingaráði Noregs (OVF) er stefnt að því að síðasta bensín- eða dísil ökutækið yfirgefi bílaumboðin í apríl næstkomandi, tæpum þremur árum á undan yfirlýstum markmiðum norskra yfirvalda árið 2025 um að hætta að fullu sölu á nýjum bensín- og dísilbílum.
Af alls 110.864 nýskráningum bíla voru bensínbílar 4,93 prósent og dísilolía aðeins 4,73 prósent. Það er lækkun frá 21 prósenti frá fyrra ári og meira en 50 prósent miðað við árið 2017 þar sem á fyrstu átta mánuðum voru bensín- og dísilbílar yfir 25 prósent hvor af alls 102.873 skráningum.