-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Vegagerðin varar við slæmri færð – Búast má við lokunum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: vegagerdin.is/upplysingar-og… #færðin

Vegagerðin hefur gefið út viðvörun vegna færðar á vegum, á Suður- og Suðvesturlandi, á gamlársdag. Búast má við þungri færð og að jafnvel muni koma til lokana á vegum. Þá má einnig búast við að færð gæti spillst aðfaranótt nýársdags.

Í dag er hálka á stofnvegum höfuðborgarsvæðisins. Á Suðvesturlandi er hálka og hálkublettir á öllum helstu leiðum. Þá er meðal annars hálka á Hellisheiði, Þrengslum og víðar, en snjóþekja á stöku stað. Krýsuvíkurvegur er ófær.

Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Innstrandarvegi. Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum og snjókoma eða skafrenningur víða. Þá er ófært norður í Árneshrepp.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á vegum á Norðurlandi, og snjókoma eða éljagangur á nokkrum leiðum. Vegurinn um Dalsmynni er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði. Víða er snjóþekja eða hálka og skafrenningur, en ófært eða þungfært á nokkrum leiðum. Vegurinn um Fagradal er lokaður.