Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag. Hann var handtekinn 20. nóvember s.l. og sakaður um veiðar á hrygningarsvæði Namibíu.
Arngrímur hafði áður neitað öllum sakargiftum og í yfirlýsingu frá honum daginn eftir kom fram að ásakanirnar hefðu komið honum mikið á óvart. Þá tilkynnti hann sérstaklega að umrædd ferð átti að verða hans síðasta á 34 ára skipstjóraferli sínum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur af namibískum stjórnvöldum eins og áður hefur verið greint frá en þeim fregnum var einnig mótmælt af Samherja.
Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI
— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020