-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Samherjamálið: Játning fyrir dómi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag. Hann var handtekinn 20. nóvember s.l. og sakaður um veiðar á hrygningarsvæði Namibíu.

Arngrímur hafði áður neitað öllum sakargiftum og í yfirlýsingu frá honum daginn eftir kom fram að ásakanirnar hefðu komið honum mikið á óvart. Þá tilkynnti hann sérstaklega að umrædd ferð átti að verða hans síðasta á 34 ára skipstjóraferli sínum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur af namibískum stjórnvöldum eins og áður hefur verið greint frá en þeim fregnum var einnig mótmælt af Samherja.

Þegar lögreglan í Namibíu handtók Arngrím var hann settur í farbann og látinn afhenda vegabréf sitt og farið var fram á tryggingu upp á tæpa milljón svo hann þyrfti ekki að bíða í fangelsi eftir dómi dómstóla í Namibíu. Dómur yfir Arngrími Brynjólfssyni verður kveðinn upp á miðvikudag.