Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði við fyrir nokkru við netsvindli sem sent hefur verið með sms-skilaboðum í nafni Skattsins. Í skilaboðunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu. Nú virðast þessir aðilar vera komnir aftur á kreik með svindlpóstinn.
Lesandi Fréttatímans sendi okkur afrit af sms sendingu sem barst honum í dag og skjáskot af heimsíðu þar sem reynt er að stela greiðslukortaupplýsingum. Nafn heimasíðunnnar er Inskraningrsk.COM og vantar þar t.d. eitt enn í stafsetningunni, en hin raunverulega síða er auðvitað Skatturinn.IS þ.e. með .IS endingu fyrir Ísland. Þá eru skilaboðin frá svindlurunum full af augljósum stafsetningavillum.
Rétt er að árétta að þessi skilaboð eru ekki frá embættinu komin. Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki sem kunna að innihalda óværu og alls ekki gefa upp persónuupplýsingar af neinu tagi.
Hafi fólk fallið fyrir þessu þá þarf, skv. leiðbeiningum lögreglunnar, að láta loka kortinu hjá viðkomandi kortafyrirtæki.