75 mál voru skráð í dagbók lögreglu frá 17:00 – 05:00. Mikið var um útköll vegna heimilisofbeldis / ágreinings milli skyldra og vegna ónæðis frá samkvæmum. Tíu aðilar voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir ýmis mál.
Um klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í borginni, grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki er vitað um áverka árásarþola.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Kópavogi. Eignatjón varð en ekki slys á fólki. Tjónvaldurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Tilkynnt var um líkamsárás í Grafarvogi. Þrír menn voru handteknir grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þeor voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki vitað um áverka árásarþola. Mikið var um afskipti af fólki sem ók undir áhrifum fíkniefna og einnig ölvunar, jafnframt fyrir vörslu fíkniefna.