3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

88% ánægð með Verbúðina – Kvótasvindl og spilling

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
88% áhorfenda eru ánægðir með þættina, Verbúðina en í þáttunum er m.a. sýnt hvernig kvótasvindlið og spillingin hefur viðgengist í fiskveiðistjórnunarkerfinu frá upphafi. Í síðasta þætti var sýnt hvernig útgerðin ,,teppaleggur“ fiskikörin en það er gert með því að vera með verðmætan þorsk neðst í körunum og svo er teppalagt með verðlausum fiski eins og t.d. steinbít eins og sýnt er í þættinum og kom fram í Kompás.
Svo er fiskurinn skráður sem 100% steinbítur þó svo jafnvel 90% sé þorskur og stundum 100%. Hafrannsóknarstofnun mælir svo ástandið í hafinu út frá þessum upplýsingum og byggir kvótakerfið upp eftir þeim niðurstöðum. Jafnframt kom fram í þættinum að það þyrfti að fara í stórkostlega loftfimleika með bókhaldið til að fela allt svindlið svo ekki sé minnst á erlendu greiðslurnar sem voru bornar út í ferðatöskum. Könnunin var birt eftir þáttinn þann 11.01.22

Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 30. desember 2021 til 9. janúar 2022.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarendur: 1.118
Svarhlutfall: 49%