Bifreið var stöðvuð í miðborginni um klukkan hálf tvö í nótt. Fjórir aðilar í bifreiðinni voru handteknir grunaðir um líkamsárás og ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, fór ekki að fyrirmælum lögreglu ofl.
Öll voru vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli fór á Bráðadeild til aðhlynningar, ekki er vitað um áverka að svo stöddu.
Umræða