,,Vísað til miska og glataðra samverustunda föðurs og barns“
Íslenska ríkið hefur hafnað tilurð Foreldraútilokunar (Parental Alienation) með bréfi ríkislögmanns dags 21. desember 2022 og aftur 12. janúar 2023. Ríkislögmanni var kynnt krafa um bótaskyldu í otkóber sl. vegna málsmeðferðar í umgengnismáli barns, þar sem ekki var tekið tillit til foreldraútilokunar lögheimilisforeldris, og hafnaði ríkið bótaskyldunni þar sem vísað var til miska og glataðra samverustunda föðurs og barns.
Prófmál fyrir íslenskum dómstólum
Áætlað, 750 glataðir samverudagar barns og föðurs. Eftir nánari gagnaöflun og svör frá úrskurðanefnd um upplýsingamál verður tekin afstaða til þess hvort málinu verði stefnt til dóms en þá yrði það prófmál fyrir íslenskum dómstólum.
Meðferð umgengnismálsins var í höndum tveggja sáttamiðlara á vegum Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu ásamt lögmanni embættisins sem litu að öllu leiti framhjá foreldraútilokun í umsögn sinni hjá embættinu og að lögheimilisforeldri litaði afstöðu barn til umgengisforeldris.
Meðferð bótakröfunnar var aðeins svarað af lögmönnum en skv. reglugerð með nýjum barnalögum sem tóku gildi á sl ári er sérfræðingum og fagaðilum á vettvangi sálgæslu skylt að fjalla um slík mál á þessum vettvangi og samræmist málsmeðferð ríkisslögmanns ekki nýjum barnalögum.
Með bréfi ríkisslögmanns fylgir engin umsögn fagaðila. Kröfuhafi, faðir á höfuðborgarsvæðinu, hefur einnig undir höndum staðfestingu þess efnis að fagfélög félags- og sálfræðinga taki ekki afstöðu til foreldraútilokunnar og hafi beint úrlausn þess efnis til Landlæknis, en embætti Landlæknis áætlar að taka afstöðu til foreldraútilokunnar sem heilkennis einhvern tímann á þessu ári.
,,Litið framhjá því sem kröfuhafi kallar einnig “heilaþvott” á barni“

Kröfuhafi telur að aðferðafræði fjölda sáttamiðlara styðjist við hugmyndir sem samræmist ekki framvindu í rannsóknum á foreldrútilokun og hafi skaðað afar stóran hóp barna á Íslandi. Kröfuhafi telur að allir meðferðaraðilar ríkissins hafi að öllu leiti litið framhjá því sem kröfuhafi kallar einnig “heilaþvott” á barni og hvorki viðurkennt né svarað ábendingum um hugtakið Foreldraútilokun, og verður ekki af málsmeðferð ríkisslögmanns ráðið nema að embætti ríkislögmanns viti ekki hvað það er. Faðir sem gerir kröfuna telur að þegar fagaðili hafnar tilurð foreldraútilokun (Parental Alienation) sé til jafns um að halda því fram að jörðin sé flöt.
Átakalína málsins liggur um ágreining á viðurkenningu á foreldraútilokun, sem heilkenni, að mest innræting foreldris á barni um að hitt foreldrið sé óæskilegt þar til barn fer að tala gegn hinu foreldrinu, kallað útsett foreldri, fyrir tálmun. Foreldraútilokun getur einnig birst sem endutrekið hegðunarmunstur, lögheimilisforeldrisins, sem í tilfellum setur barn í stöðu maka og deilir með því “sorgum umgengismáls”. Önnur heilkenni sem geta sótt á einstætt foreldri er t.a.m frægt Munchausen syndrome sem er þó afar sjaldgæft en viðukennt af barnalæknum á Íslandi.
Foreldraútilokun – einnig kallað foreldrafirring
Foreldraútilokun – einnig kallað foreldrafirring – er skilgreint af vísinda- og fræðimannasamfélaginu með þessu hætti þegar; “… barn tekur mjög sterka afstöðu með öðru foreldrinu og hafnar sambandi við hitt foreldrið án raunverulegrar ástæðu.
Höfnunin lýsir sér í sérstakri útilokandi hegðun sem á sér rót í útilokandi hegðun hins foreldrisins, sem gefur barninu eitruð skilaboð um að hitt foreldrið sé óæskilegt, eða hættulegt, vilji ekki vera til staðar og elski ekki barnið, takmarkar umgengni og samskipti barnsins við útilokaða foreldrið, leitast við að afmá útilokaða foreldrið úr huga og hjarta barnsins skref fyrir skref, hvetur barnið til að bregðast trausti útilokaða foreldrisins og grefur undan foreldravaldi útlokaða foreldrisins, m.a. með að hindra aðgang að heilsufarsupplýsingum og um skólamál þess.
Eitruð skilaboð geta m.a. birst með þögn og tómlæti
Eitruð skilaboð geta m.a. birst með þögn og tómlæti gagnvart gleði og eftirvæntingu barns til samvista við útilokað foreldri, og með rætni í nærumhverfi útilokaða foreldrisins. Alkunna er að við þær aðstæður skapast hollustuklemma sem getur rifið sál barns í tvennt með afleiðingum sem vara allt líf einstaklings.
Sökum þess að um flókin mál er að ræða og aðstæður persónulegar lítur almenningur oft undan og aðhefst ekki til aðstoða börnin. Hömlun á umgengni er m.a. lýst með þeim hætti að foreldri veldur því að úrskurður, dómur, dómssátt eða samningur um umgengni verður ekki framfylgdur, nema með sekt og viðurlögum.
Allir foreldrar geta orðið útsettir fyrir tálmun
Allir foreldrar geta orðið útsettir fyrir tálmun, vísbendingar eru um að feður séu í meirihluta en ekki vitað hve margar mæður missa börn sín af þessum sökum.
2017 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um hugtakið, um orsök og afleiðingar þess og nauðsyn endurhæfingar fyrir barn sem lendir í hollustuklemmu á milli foreldra af þessum sökum, það er tilhæfulausra tálmunar með innrætingu.
Við undirbúning ráðstefnunnar kom í ljós djúpstæður ágreiningur á milli samtaka, fag- og meðferðaraðila í málaflokknum og mátti skilja á andmælum við því að ráðstefnan yrði haldin að foreldraútilokun væri nauðsynleg vegna ofbeldisfullra foreldra sem kunna að teljast óhæfir og/eða hættulegir barni sínu.
Engar kannanir eða rannóknir sýna þó fram á að í hópi útsettra foreldra fyrir tálmun sé að finna hærra hlutfall ofbeldisfólks en í hópi lögheimilisforeldra t.d., eða annara samfélagshópa. Ekki er heldur að sjá viðurkennda né samrýmda greiningaraðferð á vegum meðferðaraðila hins opinbera til að meta hæfi foreldris og fer slíkt mat því oft eftir persónulegu viðhorfi sérfræðinga. 2019 var lagt fram á alþingi frumvarp um refsingu við tálmun og var það endurflutt frá fyrri þingum en aldrei samþykkt.
Svo var að skilja á umsögnum ýmissa félaga og samtaka sem að málinu koma, um frumvarpið, að ný barnalög ættu að taka á þessum vanda en ekki var að sjá viðurkenningu á foreldraútilokun sem heimilisofbeldi í skilningi laganna. Barnalög sem tóku gildi sl. áramót taka ekki afgerandi á þessari ólíku túlkun og kemur hugtakið ekki fram í lögunum.
Embættismenn og fag- og meðferðaraðilar kom til með að framkvæma og framfylgja nýjum barnalögum, en sökum þess að augljós ágreiningur er um hugtakið er alls óvíst hver framkvæmd nýrra barnalag verður í þessum efnum. Þess vegna telur foreldrið sem nú hefur gert skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu, að einnig sé nauðsynlegt að fá afdráttarlausa túlkun hins opinbera eða fá niðurstöðu dómstóla í málinu. Afstaða ríkislögmanns liggur nú fyrir, það er höfnun á að foreldraútilokun sé heilkenni.
-
Ábendingar:
- https://kjarninn.is/skodun/2017-06-01-hvad-er-talmun-umgengni/
- https://www.youtube.com/c/Foreldrajafnretti
- https://www.visir.is/g/20222284580d
- https://www.visir.is/g/20212093860d
- https://www.visir.is/g/20222299907d
- https://gamli.frettatiminn.is/26/09/2020/foreldrautilokun-barnsfadir-tjair-sig-um-talmun-barnsmodur/
- https://www.dv.is/frettir/2021/07/25/sogd-hafa-talmad-barnsfodur-sinn-tvo-ar-verdur-dregin-fyrir-dom-haust/
- https://www.frettabladid.is/frettir/fangelsun-foreldris-leysi-ekki-vanda-i-talmun-umgengni/
- https://stundin.is/grein/7129/
- https://www.visir.is/g/2019191029010/talmanir-i-um-gengnis-malum-mein-semd-a-okkar-sam-fe-lagi-
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/03/talmun_er_andlegt_ofbeldi/
- https://www.foreldrajafnretti.is/topics/talmun/
- http://kvenrettindafelag.is/wp-content/uploads/2019/10/Brynhildur-Fl%C3%B3venz-R%C3%A9ttur-barna-e%C3%B0a-fe%C3%B0ra-19.-j%C3%BAn%C3%AD-2017.pdf