Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en tilkynning um málið barst embættinu um hálfáttaleytið í morgun.
Lögreglan hélt þegar á vettvang, en barnið var látið þegar að var komið. Einn einstaklingur er í haldi vegna málsins.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða