„Ég hef aldrei á 25 árum mínum í þessari þjónustu þurft að þola svona hótanir eins og þessar sem eru enn í gangi og tölvupóstar að berast,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við Morgunblaðið í dag en hann hefur mátt þola ítrekaðar hótanir af hálfu manns sem sætti ákæru og var dæmdur fyrir ýmis brot árið 2022.
Hótanir hafa borist með tölvupóstum og hafa sumar einnig beinst að fjölskyldu Helga.
You and your family will die
Þá segir jafnframt: ,,Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í júní 2022 kemur fram að meðal skilaboða sem Helga bárust hafi ein verið svohljóðandi: „Even you go out now and withdraw the papers from me, you and your family will die,“ en Helgi kvaðst telja að þau mætti rekja til þess að hann hefði í nafni embættis síns staðfest niðurfellingu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í máli þar sem ákærði var kærandi.
Í dóminum segir einnig af heimsókn umrædds manns á skrifstofu ríkissaksóknara í mars 2022. Þegar fundum hans og Helga bar saman sagði viðkomandi meðal annars samkvæmt frásögn vitna: „I will kill you.“
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.