8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Verðhrun á kvóta og ónýtt kvótakerfi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Magnús Ívar Guðbergsson hefur stundað útgerð í áratugi og lýsir vantrausti á núverandi kvótakerfi

Hvaða dag verður landið blessað vegna þess að búið er að veðsetja aflaheimildir sem að standa ekki undir sér sem fjárfesting í sjávarútvegnum?
Neikvætt eigið fé er hjá útgerðum, þar sem kvótinn stendur ekki undir fjárfestingu útgerðarinnar og þar af leiðandi er verðfall á veiðirétti útgerða og krafist afskrifta lána sem er gríðarlegur ríkisstyrkur fyrir útgerðina í landinu. Skuldir í sjávarútvegi voru afskrifaðar upp á hundruði milljarða hjá útgerðarmönnum og nú er haldið áfram á sömu braut í ónýtu kvótakerfi.
Verðfall á kvóta
Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu en þeir sem að þekkja til í greininni vita alveg hvað er í gangi. Þar segir m.a. ,,Leiguverð aflaheimilda hefur lækkað í flestum aflamarkstegundum síðastliðið ár og í mörgum tilfellum er um verulegar verðlækkanir að ræða, sér í lagi í krókaaflamarkskerfinu. Lækkunin er til marks um leiðréttingu á ójafnvægi sem ríkt hefur í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja og bendir ýmislegt til að það ferli sé langt á veg komið. Hins vegar liggur ekki í augum upp hvað olli ójafnvæginu til að byrja með.“

Ónýtt kvótakerfi

Magnús Ívar Guðbergsson skrifar um að kvótakerfið hafi ekki skilað neinum árangri og sé skaðlegt fyrir greinina og fiskistofnana

Sjálfbær útgerð í núverandi fiskveiðikerfi er ekki til og hefur aldrei skilað þeim árangri að vernda fiskistofna. Enda var kerfið sett á í tilraunaskyni til þess að sjá hvort hægt væri að stækka fiskistofnana, en reyndin er allt önnur sem að öllum ætti að vera orðið ljóst fyrir löngu síðan.
þar sem aldrei hefur verið úthlutað meiri afla til veiða, frá því að kerfið var sett á, í tilraunaskyni fyrir mörgum áratugum. Viljum við þannig kerfi sem hefur ekki virkað nema til að skuldsetja þjóðina meira og meira ár eftir ár?

Ríkisstyrktur sjávarútvegur

Útgerðir hafa m.a. orðið uppvísar að brottkasti og öðru svindli í gölluðu kvótakerfi

Þá eru alveg sláandi tölur sem að sýna okkur svart á hvítu að kvótakerfið er meingallað. ,,Eftir tiltölulegar jafnar og hægar verðhækkanir árin á undan tók leiguverð á þorskkvóta í litla kerfinu að falla hratt um mitt ár 2017. Sama ár fór leigan hæst upp í 235 kr./kg en ári seinna datt hún lægst niður fyrir 100 kr./kg,“  segir í grein á v.is og svo er minnt á hrun í leiguverði á ýsu sem kostar nú aðeins tíund af því sem hún gerði á árunum 2012-2015 og að sömu sögu sé að segja um leiguverð á ufsakvóta í stóra kerfinu. Kvótakerfið er skaðlegt fyrir greinina og fiskistofnana m.a. varðandi brottkast ofl.
Erum í sömu stöðu með íslenska sjávarútveginn og kominn tími á innköllun á kvótanum til ríkisins áður en boltinn stækkar meira. Ísland er komið í skuldaklafa. Útgönguleið verður að frammkalla strax áður en skuldir sjávarútvegsins verða ennþá meiri. Sanngirnismál að þetta sé gert fyrir fjöldann á kostnað örfárra.

Ekkert betra en flugrekstur

Lítur þetta eitthvað betur út en flugrekstur?  Væri ekki frábært ef við gætum hækkað verðið á bílunum okkar á milli ára og veðsett þá sem nemur afborgunum af þeim. Og fengið svo ríkið til að afskrifa hjá okkur reglulega. Hvað er það annað en ríkisstyrkur fyrir útveginn?
Almenningur borgar með lægri launum á endanum og hærri vöxtum og þetta er aðal ástæðan fyrir að ekki sé hægt að lækka vexti hérlendis.
Afkoma versnar og þar af leiðandi þurfa útgerðir að knýja fram hækkanir á eignakvóta til að hægt sé að greiða af þeim lánum sem þeir hafa tekið. Þess vegna verður samruni að gerast svo hægt sé að mynda nýtt veð og hærra verð á eignarkvóta sem er aðeins veiðiréttur sem þjóðin á, þar verður til meira veð þar sem arðsemi greinarinnar stendur ekki undir lántökum lánastofnana. Þetta á að halda áfram svona afskiptalaust vegna þess að boltinn er orðinn svo stór að enginn treystir sér né þorir að kasta sér fyrir hann.
En þetta endar allt saman á þjóðinni eins og alltaf.
https://www.fti.is/2019/02/26/med-rettu-aetti-ad-gefa-fiskveidar-innfjarda-frjalsar-segir-fiskifraedingur/
https://www.fti.is/2019/01/12/ad-henda-fiski-eru-ekki-sjalfbaerar-veidar-heldur-ranyrkja-olafur-skipstjori-varadi-itrekad-vid-brottkasti/