Dópaður og óökufær á flótta undan lögreglu á um 200 km. hraða
Ákæra hefur verið gefin út af Lögreglustjóranum á Suðurlandi á hendur manni, fyrir mjög alvarleg umferðarlagabrot.
Með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 30. júlí 2017, ekið bifreið vestur Suðurlandsveg skammt austan Þjórsárbrúar í Ásahreppi, óhæfur til að stjórna bifreiðinni og örugglega vegna áhrifa tetrahýdrókannabínólsýru og tetrahýdrókannabínóls, á 149 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund og fyrir að hafa ekki virt stöðvunarmerki lögreglubifreiðar sem á eftir honum ók.
Heldur jók ákærði hraðann og ók áfram vestur Suðurlandsveg; á 188 km hraða á móts við Uppsali í Flóahreppi þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund og fyrir að hafa þá öðru sinni ekki virt stöðvunarmerki lögreglubifreiðar sem ekið var á eftir honum. Eins og kemur fram í ákærunni.
Ákærði ók því næst rakleitt áfram um veginn á miklum hraða inn í þéttbýlið á Selfossi, þar vestur Austurveg enn á ný án þess að virða stöðvunarmerki lögreglubifreiðar, uns lögregla náði að stöðva akstur ákærða á Austurvegi milli Rauðholts og Hörðuvalla á Selfossi eftir að ákærði hafði hægt verulega ferðina vegna hægfara umferðar um veginn.
Discussion about this post