Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, víða 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir syðra, léttskýjað á V-landi og Vestfjörðum, en skýjað og sums staðar lítilsháttar skúrir eða él um landið NA-vert. Hiti á morgun frá 1 stigi í innsveitum NA-lands, upp í 13 stig á SV-landi. – Um 650 km SSV af Reykjanesi er hægara 999 mb lægð, en 1025 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Yfir N-Noregi er nærri kyrrstæð 993 mb lægð.
Veðurlýsing
Norðaustlæg átt var á landinu í dag, fremur stíf norðvestantil og við suðausturströndina, en annars hægari vindur. Víða skýjað þegar leið á daginn, en léttskýjað á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Hlýjast varð í uppsveitum suðurlands, en hiti fór í rúmar 15 gráður á Þingvöllum og á Hjarðarlandi. Lítil úrkoma mældist á landinu í dag, en sums staðar voru stöku skúrir eða slydduél. Mest mældist úrkoma á Vatnskarðshólum 0.4 mm.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Norðlæg átt 5-10 m/s. Lítilsháttar skúrir eða slydduél N-til á landinu og hiti 2 til 6 stig. Skýjað með köflum syðra og stöku skúrir síðdegis, hiti 6 til 12 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðan 5-10 m/s, en 10-15 við austurströndina. Skýjað en þurrt S- og V-lands, annars dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, skýjað og líkur á skúrum S-lands. Svalt áfram, einkum á N- og A-landi.
Á föstudag:
Breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir S-lands.
Spá gerð: 31.05.2019 20:17. Gildir til: 07.06.2019 12:00.