Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 verði frestað um óákveðinn tíma.
Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi með formönnum þingflokkanna. Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið.
Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi öflugri málsvörn um þetta umdeilda mál og ræðutími þingmanna er sá næst lengsti frá því að fjallað var um Icesave en þar munar aðeins klukkustund.
Steingrímur segir það ekki liggja fyrir hvernær umræðunni verður haldið áfram og að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins.