,,Ég ætla að leggja það fram að laun forseta Íslands lækki um 50%, það verður mitt allra fyrsta verk!“
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaefni sem er í framboði til forseta Íslands segir að hann sé víða spurður um hvað verði hans fyrsta verk nái hann kjöri sem næsti forseti Íslands.
Guðmundur Franklín segir að hann hafi svarað þessari spurningu á marga vegu þ.e. um hver fystu embættisverkin yrðu. En svo fór hann virkilega að hugsa hvað hans allra fyrsta verk yrði og hefur nú ákveðið að leggja fram lagafrumvarp skv. 25. grein laga og fara fram á að laun hans sem forseta Íslands verði lækkuð um helming.
Laun forseta séu í dag um þrjár milljónir og þau fari niður í eina og hálfa milljón til þess að hjálpa þjóðinni til að spara því þjóðin þurfi að sína ráðdeild eins og staðan sé í dag en fram hafi komið að Ísland muni tapa 500 milljörðum vegna Covid-19.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um laun forseta Íslands, nr. 10/1990 (lækkun launa) Flm.: Guðmundur Franklín Jónsson
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/655296441981837/