31.maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson flytur vikulega pistil sinn varðandi forsetaframboð sitt á facebook og þar fer hann yfir hvernig forseti sé ábyrgur fyrir klúðri, vegna staðfestingar sinnar, þegar Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt sem Mannréttindadómstóll Evrópu ógilti með tilheyrandi kollsteypu í Íslensku réttarkerfi.
Dómstólar landsins fóru á hliðina og dómsmálaráðherrann varð að segja af sér vegna málsins sem setti réttarríkið á hliðina og lögmannastéttin á Íslandi var í áfalli yfir gjörðum ráðherrans með lögum sem forseti Íslands skrifaði athugasemdalaust upp á þrátt fyrir gífurlega margar viðvaranir.
Kostnaður vegna þessa klúðurs hleypur á stjarnfræiðlegum tölum fyrir skattgreiðendur og Ísland litið hornauga af öðrum þjóðum vegna þessara ólýðræðislegu tilburða. Málinu er hvergi lokið og slík staða hefur aldrei fyrr eða síðar komið upp í réttarkerfinu á Íslandi.
https://www.facebook.com/watch/live/?v=574485146804738&ref=watch_permalink