Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur lagt fram ákæru á hendur manni um að höfða beri sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur honum vegna brots gegn sóttvarnarlögum.
Maðurinn er talinn hafa brotið lög með því að hafa þriðjudaginn 23. mars 2021, komið til landsins, frá Amsterdam með flugi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR vottorð, eins og áskilið var við komu til landsins í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Samkvæmt ákærunni, telst brot þetta varða við lög um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.
Þess er krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt kröfu lögreglustjóra.
Umræða