,,Hlustaðu á pistilinn í spilaranum og deildu. Takk!” Segir Ólafur Jónsson sem er mjög ósáttur við lágt gengi krónunnar.
,,Pokinn í Bónus kominn í 10.000 krónur. Lúxusinn í innkaupunum er einn poki af súpukjöti. Keypti engin hrísgrjón núna, nota restina frá síðasta ári. Fyrir hrun lagði pokinn sig á 2.500 krónur en þá var Evran þá líka á 90 krónur og Katrín útgerðasleikja ekki forsætisráðherra.
Krónan féll um koll og enginn áhugi á leiðréttingu
Vertu ekki sljór á milli eyranna, ef fiskurinn hefur hækkað svona í útflutningsverðmætum og ferðamönnum fjölgað um 1.3 milljónir, af hverju hefur krónan ekki styrkst? Krónan féll um koll. Evran fór úr 90 krónum í 160 krónur sem er fall um 70 krónur. Nú er Evrunni haldið handstýrt í 140 krónum en féll um 70 krónur og hefur verið leiðrétt um aðeins 20 krónur, þrátt fyrir að þjóðartekjur séu hærri og hagvöxur meiri? Hér er verið að ræna íslenska þjóð.
Óendanleg hagsmunagæsla og undirlægjuháttur
Það verður augljósara með hverjum deginum hver stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er. Óendanleg hagsmunagæsla og undirlægjuháttur þegar þetta fólk skríður fyrir ÚTGERÐAR LIÐINU sem öllu ætlar að ráða. Hefur komist upp með að viðhalda HRUN GENGI KRÓNU núna í 14 ár og mokað inn ÓÁUNNUM ÓÐA GRÓÐA á kostnað laun- og lífeyrisþega, ásamt þjóðfélaginu öllu. Handstýring gengis krónunnar sem hófst 2014 var algerlega ólögleg og andstæð hagsmunum þjóðarinnar og er ekkert nema þjófnaður.
Stefna Ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í EIGU útgerðanna er kristal skýr. Þjóðfélagið MÁ EKKI ÍÞYNGJA ÚTGERÐINNI á einn eða neinn hátt.
Hlustaðu nú vel. Þetta er þitt hagsmunamál og okkar allra. Hlustaðu og deildu. Takk!” Segir Ólafur Jónsson togaraskipstjóri sem bendir á mikið tap hjá ýmsum í þjóðfélaginu vegna þess að við erum ennþá með ,,hrun gengi” á krónunni. ,,Á meðan allar þjóðir styrki sinn gjaldmiðil, er krónunni haldið niðri á sama gengi og í hruninu. Hlustaðu og deildu. Takk!” Segir Ólafur Jónsson.
https://gamli.frettatiminn.is/28/07/2022/einstaklinga-hafa-tapad-tiu-til-fimmtan-milljonum-thetta-er-thitt-hagsmunamal-og-okkar-allra/?fbclid=IwAR35wd0_tTH_xjZnTBpMekKD8kL6ZDTs9Z94_5NSbiQEByq_FaLY14SVgxk