Leit lögreglunnar á Suðurnesjum að Sigrúnu Arngrímsdóttur hefur engan árangur borið en hennar hefur verið saknað í á annan mánuð. Lögreglan lýsti fyrst eftir henni 13. júní. Umfangsmiklar leitaraðgerðir úr landi og lofti fóru fram dagana á eftir. Ríkisútvarpið fjallaði um málið í dag.
Stór leit var gerð þann 19. júní og svo aftur 1. júlí án árangurs. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í viðtali við Rúv, að rannsókn málsins sé enn í gangi en engar ábendingar hafi borist um hvarf hennar. Hann gerir ráð fyrir að leit verði haldið áfram en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Málið er rannsakað sem mannshvarf.
Umræða