Tilkynning barst til lögreglunnar í Hafnarfirði um mann sem fallið hafði í sjóinn. Eftir að búið var að koma honum á þurrt land reyndist hann töluvert ölvaður og hafði fundist góð hugmynd að fara í sjósund. Aðrar helstu fréttir úr dagbók lögreglu eru þessar:
Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
-Tilkynnt um þjófnað úr verslunum í hverfum 101 og 108. Einnig innbrot í verslunum í hverfum 103 og 108. Málin til rannsóknar.
-Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Færður á lögreglustöð í sýnatöku.
-Tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp. Afgreitt með tjónaformi á vettvangi.
Stolið reiðhjól fundið og komið til réttmæts eiganda.
-Tilkynnt um samkvæmishávaða í fjölbýlishúsi í hverfi 104. Húsráðanda gert að lækka.
-Tilkynnt um grunsamlega mannaferðir þar sem aðili reyndi að komast inn í húsnæði í hverfi 101. Aðilinn farinn er lögregla kom á vettvang.
-Ökutæki stöðvað við umferðareftirlit. Við vinnslu málsins kom í ljós að í ökutækinu reyndist vera fíkniefni og hnúajárn.
-Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi veitast að fólki með stóran hníf. Sá handtekinn grunaður um brot á vopnalögum.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
-Tilkynnt um aðila sem fallið hafði í sjóinn. Eftir að búið var að koma honum á þurrt land reyndist sá töluvert ölvaður og hafði fundist góð hugmynd að fara í sjósund.
-Tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi ráðast á annan. Minniháttar meiðsli og málið til rannsóknar.
-Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 221. Sá tilkynnti fannst og í samræðum við lögreglu kom í ljós að ekki þurfti að aðhafast frekar.
-Tilkynnt um samkvæmishávaða í heimahúsi. Húsráðanda gert að lækka.