Fremur hæg norðlæg átt verður á norðanverðu landinu, en austlægari syðra og víða rigning eða súld. Norðvestanstrekkingur norðaustan til á morgun, en annars hægari vindur. Skýjað og svalt í veðri fyrir norðan og sums staðar dálítli væta, en léttskýjað og milt syðra. Útlit fyrir hæglætisveður á mánudag með skúrum á víð og dreif. Segir í hugleiðingum veðurfræðings en spáin var gerð klukkan 05:54 nú í morgun og gildir til miðnættis á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 5-10 m/s og lítilsháttar væta á víð og dreif, en austlægari og fer að rigna S til. Styttir víða upp í nótt. Norðvestan 8-15 m/s NA til á morgun, en annars 3-8. Skýjað á N-verðu landinu og dálítil rigning eða skúrir, en léttskýjað syðra. Hiti 5 til 12 stig í dag hlýjast syðst, en allt að 14 stiga hiti SA-lands á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestan 5-10 m/s, en 10-15 NA-lands. Skúrir eða dálítil rigning á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra. Hiti 5 til 14 stig að deginum, hlýjast SA til, en næturfrost fyrir norðan.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en norðvestan 8-13 og dálítil væta við NA-lands. Hiti 4 til 12 stig að deginum.
Á þriðjudag:
Austlæg átt og skýjað með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti 6 til 12 stig um hádaginn.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt og dálítil væta S- og V-lands, en annars þurrt og áfram milt veður.
Á fimmtudag:
Líkur á suðaustanátt með rigningu víða á landinu, einkum þó SV til. Kólnar heldur NA-lands.
Á föstudag:
Snýst líklega á vestlæga átt með áframhaldanid vætu í flestum landshlutum.