Síðustu ár hafa vinsældir svokallaðra nikotínpúða farið ört vaxandi. Á hverjum degi hættir fólk að reykja og notast við annarskonar tóbak vegna þessa sem er mun hagstæðari fyrir heilsuna en eldri gerðir.
Samkvæmt rannsóknum eru nikotínpúðar töluvert öruggari gagnvar heilsu fólks en til dæmis íslenska neftóbakið, sígarettur og annað tóbak. Hiksti, sár í munni, magaóþægindi eru aukaverkanir sem neytandi þarft að hafa áhyggjur af vegna þessara púða.
Á meðan sígarettur, neftóbak og aðrar tóbakstegundir valda krabbameini í munni, hálsi og brisi, sjúkdóma í tannholdi, tannlosi ásamt því að lita tennur og gera þær gulari og eru töluvert hærri líkur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli ef viðkomando reykir eða notist við annarskonar tóbak.
Áhyggjur stjórnvalda af nikotínpúðum eru skiljanlegar á meðan ungt fólk er að ánetjast þeim en á sama tíma er þetta oft sami hópur og myndi líklega annars byrja að reykja eða notast við íslenska neftóbakið sem munntóbak. Nikotínpúðarnir eru tóbakslausir og hjálpa frekar einstaklingum að hætta neyslu á tóbaki.