Fimmtíu manna íslenskur hópur, verður viðstaddur Loftlagsráðstefnuna sem hefst í dag og verða þrír ráðherrar með í för. Ráðstefnan er á vegum Sameinuðu þjóðanna og haldin í Glasgow og mun standa í tæpan hálfan mánuð eða 12 daga, frá 31. oktober til 12 nóvember.
Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi á bílasölu Guðfinns opnaði bílasölu í Reykjavík fyrir um hálfri öld. Reynslumeiri menn eru vandfundnir en Guðfinnur sem hóf störf við bílasölu árið 1969 og hefur því upplifað allar þær breytingar sem hafa orðið síðan þá og hann setur spurningamerki við ráðstefnur um loftlagsmál og mengun og bendir á hið augljósa að hægt væri að halda slíka fundi á netinu.
,,Fólkið í Glasgow er búið að hlægja sig máttlaust yfir því að fjölmennasta sendinefndin á loftslagsráðstefnunni, miðað við fólksfjölda. skuli vera af öllum löndum frá Íslandi. Síðan fær fólkið nánast óstöðvandi hláturflog þegar því er sagt að Íslenska sendinefndin sé svo hrædd við að meðalhiti á Íslandi hækki úr rúmum 5 gráðum í rúmar 6 gráður fram til aldamóta.“ Segir Guðfinnur Stefán Halldórsson.
https://gamli.frettatiminn.is/15/10/2021/1300-manns-koma-fljugandi-til-islands-til-ad-segja-okkur-ad-haekka-ad-menga/