-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

287 milljóna gjaldþrot Björns Inga

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Skiptum er lokið á þrotabúi Björns Inga Hrafnssonar, fjölmiðlamanns. Lýstar kröfur námu nærri 287 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og því fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Björn Ingi var tekinn til gjaldþrotaskipta í lok febrúar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjallað er um málið hjá Ríkisútvarpinu og þar segir m.a. að hann hafi fyrir nokkrum dögum síðar greint sjálfur frá gjaldþrotinu í opinni færslu á Facebook.

Þar sagðist hann hafa tapað öllum sínum eigum á þessu ævintýri sem hefði verið honum mikill lærdómur. „Ég ætla áfram bara að vera Björn Ingi á Viljanum, held kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það.“