Reykjanesbraut er lokuð vegna umferðarslyss við Álverið í Straumsvík.
Umferð er beint um Krýsuvíkurveg (42), Suðurstrandarveg (427) og Grindavíkurveg (43), segir á vef Vegagerðarinnar.
Uppfært kl.08.22
Reykjanesbraut er lokuð til austurs vegna fjögurra bíla áreksturs við álverið í Straumsvík. Umferð til vesturs gengur hægt. Tveir voru fluttir til nánari skoðunar á sjúkrahús að því er Árni Sigurðsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í viðtali við rúv.is.
Mikið brak er á veginum en verið er að hleypa umferð hjá eftir bestu getu. Vegurinn verður opnaður aftur þegar búið er að hreinsa hann, ekki er búist við því að það taki langan tíma. Vegagerðin bendir á að umferð sé beint um Krýsuvíkurveg, Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.
Umræða