,,Hér stöndum við saman frændurnir og söfnum undirskriftum til að þrýsta á um að þjóðin fái að segja til um það hvort samþykkja beri þriðja Orkupakkann eða ekki. Okkur var afskaplega vel tekið og við hvattir áfram í baráttunni.“ Segir Sigurður Þórðarson sem að safnar undirskriftum gegn þriðja Orkupakkanum og áformum Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu hans, ásamt Geiri Jóni sem að hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn eftir 50 ára samleið með flokknum.
,,Hér stöndum við frændurnir saman og vinnum þarft verk. Framsýnir forfeður okkar vissu að ljós og ylur er lífsnauðsyn á Íslandi þess vegna unnu þeir að uppbyggingu Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, svo landsmenn fengju orku á kostnaðarverði. Þá óraði ekki fyrir að verki þeirra yrði fórnað á altari stórgróðamanna, sem beita fyrir sig óhappamönnum á Alþingi.“ Segir Sigurður Þórðarson sem að hefur staðið vaktina ásamt frænda sínum um auðlind Íslands, að undanförnu. Geiri Jóni, sem að hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn eftir hálfrar aldar samleið með flokknum en nú hefur nýjar áherslur þess gamla flokks, á þá vegu að rótgrónar fjölskyldur og stuðningsfólk, hefur yfirgefið flokkinn. 5% hafa sagt sig frá flokknum að undanförnu skv. könnunum og fylgið fellur hratt og ekki bjart framundan.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/03/geir-jon-thorisson-yfirgefur-sjalfstaedisflokkinn-eftir-halfrar-aldar-samleid/