Kylie Jenner þénar 105 milljónir á hverri Instagram mynd
Í annað sinn á tveimur árum hefur Hopper HQ greiningafyrirtækið gert lista yfir það hverjir eru að þéna mest á forritinu Instagram sem að hægt er að deila inn á persónulegum myndum. Fjórir af þeim fimm tekjuhæstu, eru konur.
Kylie Jenner, yngsta dóttirin í Kardashian fjölskyldunni, er á toppi listans eftir að hafa tekið við hásætinu af Selena Gomez frá því á síðasta ári. Hún hefur 111 milljón fylgjendur og samkvæmt Hopper HQ, nær hún að þéna eina milljón dollara á Instagram fyrir hverja mynd, sem samsvarar 105 milljónum króna. Með því að kynna sjálfa sig.
,,Ég er ekki undrandi að Kylie Jenner sé efst á listanum á þessu ári. Þegar kemur að markaðssetningu á samfélagsmiðlum er hún ótrúlega hæfileikarík, segir Mike Brendar, sem stofnaði Hopper HQ.
Cristiano Ronaldo knattspyrnumaðurinn frægi, er eini maðurinn í topp 5 listanum og er í þriðja sætinu, rétt á eftir poppstjörnunni Selena Gomez, en á undan Kim Kardashian West og listamanninninum Beyoncé Knowles.
Hér er listinn yfir tíu tekjuhæstu Instagram stjörnurnar:
- 1. Kylie Jenner | 105 milljónir fyrir hverja mynd,
- 2. Selena Gomez | 85,0 milljónir fyrir hverja mynd,
- 3. Cristiano Ronaldo | 77,0 milljónir fyrir hverja mynd,
- 4. Kim Kardashian | 74,5 milljónir fyrir hverja mynd,
- 5. Beyoncé Knowles | 74,0 milljónir fyrir hverja mynd,
- 6. Dwayne Johnson | 69,0 milljónir fyrir hverja mynd,
- 7. Justin Bieber | 66,5 milljónir fyrir hverja mynd,
- 8. Neymar | 64,0 milljónir fyrir hverja mynd,
- 9. Lionel Messi | 53,5 milljónir fyrir hverja mynd,
- 10. Kendall Jenner | 53,0 milljónir fyrir hverja mynd,
,,Markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum og er tæki sem að heldur áfram að skila vörumerkjum athygli og frægu fólki. Það er ótrúlegt að sjá árangurinn og hversu mikil áhrif þetta fólk hefur á áhorfendur og aðdáendur þeirra, „sagði Brendar að lokum.