Veðuryfirlit
200 km V af Færeyjum er kröpp 986 mb lægð, sem hreyfist allhratt A og síðar SA, en á Biscayaflóa er víðáttumikil 1040 mb hæð, sem mjakast V. Við Nýfundnaland er allmikil 967 mb lægð, sem þokast N á bóginn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 8-13 og bjart með köflum, lægir í kvöld. Hiti 2 til 4 stig, en vægt frost í nótt. Suðaustan 10-15 og rigning síðdegis á morgun, hlýnandi veður.
Spá gerð: 07.01.2019 04:35. Gildir til: 08.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðvestan 8-18, hvassast A-til. Snjókoma eða él fram eftir degi á N- og A-landi, en rofar til S- og V-lands. Frystir víða um land.
Hægari í kvöld, en vaxandi suðaustanátt á morgun. 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt N- og A-lands. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig annað kvöld.
Spá gerð: 07.01.2019 04:32. Gildir til: 08.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en þurrt á A-verðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 15-20 m/s og skúrir eða él nyrst um morguninn, en annars suðvestan 10-15 og rigning með köflum. Lægir síðan smám saman og kólnar, frost víða 0 til 7 stig síðdegis, en hiti 1 til 6 stig SV-til.
Á föstudag og laugardag:
Ákveðin suðvestanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands og hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vestan- og suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en bjartviðri eystra.
Spá gerð: 07.01.2019 07:56. Gildir til: 14.01.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Norðvestanátt í dag og nokkuð hvasst austantil á landinu. Snjókoma eða él fram yfir hádegi norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig í kvöld.
En veturinn virðist ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri.
Á miðvikudag er síðan útlit fyrir hvassa og hlýja suðvestanátt með rigningu, en þurru veðri Norðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 07.01.2019 06:30. Gildir til: 08.01.2019 00:00.