Vöruviðskiptahalli nam 163,9 milljörðum króna á tímabilinu janúar til nóvember 2018
Í nóvember 2018 voru fluttar út vörur fyrir 53,8 milljarða króna og inn fyrir 72,5 milljarða króna fob (77,6 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um tæplega 18,8 milljarða króna. Í nóvember 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 10,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í nóvember 2018 var því 7,9 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 18,2 milljörðum króna samanborið við 10,7 milljarða króna halla í nóvember 2017.
Á tímabilinu janúar til nóvember 2018 voru fluttar út vörur fyrir 549 milljarða króna en inn fyrir tæpa 713 milljarða (760,4 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því rúmum 163,9 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 152,8 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn á tímabilinu janúar til nóvember er því 11,1 milljarði króna meiri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 148,6 milljörðum króna, samanborið við 141,4 milljarða króna á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 72,6 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 15,2% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,1% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 39,8% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 19,2% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarafurða milli ára sem meðal annars má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.
Innflutningur
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 83,7 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 13,3% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til nóvember 2017 og 2018 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Nóvember | Janúar-nóvember | ári á gengi hvors árs, % | |||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | jan-nóv | |
Útflutningur alls fob | 45.789,1 | 53.775,8 | 476.400,8 | 549.030,6 | 15,2 |
Sjávarafurðir | 18.293,7 | 20.272,7 | 183.253,6 | 218.414,1 | 19,2 |
Landbúnaðarvörur | 1.849,8 | 2.652,2 | 18.010,1 | 18.423,4 | 2,3 |
Iðnaðarvörur | 24.640,9 | 29.514,0 | 255.048,5 | 293.471,4 | 15,1 |
Aðrar vörur | 1.004,7 | 1.336,9 | 20.088,5 | 18.721,7 | -6,8 |
Innflutningur alls fob | 56.669,9 | 72.545,2 | 629.219,2 | 712.956,6 | 13,3 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.996,4 | 5.672,3 | 52.628,2 | 58.585,3 | 11,3 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 14.850,2 | 23.324,2 | 166.751,9 | 200.437,1 | 20,2 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.736,7 | 11.356,8 | 73.274,0 | 108.007,2 | 47,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 13.372,3 | 14.808,1 | 135.790,9 | 145.977,0 | 7,5 |
Flutningatæki | 7.135,7 | 7.470,0 | 115.523,3 | 108.015,1 | -6,5 |
Neysluvörur ót.a. | 9.554,9 | 9.870,6 | 84.985,5 | 88.926,2 | 4,6 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 23,7 | 43,2 | 265,4 | 3.008,8 | 1033,6 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -10.880,8 | -18.769,4 | -152.818,4 | -163.926,1 | 7,3 |
1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.
Umræða