,,Ef við þurfum að skipta okkur meira af stjórnmálum, þá munum við stofna flokk, ég er ekki í vafa um það! “
Fram kom í viðtali við formenn launþega- hreyfinga á dögunum að þeir taki vel í það að stofna nýjan stjórnmálaflokk til þess að veita málefnum fólksins í landinu brautargengi á Alþingi. Það er samhljómur með þeim þegar að þeir segjast ekki eiga neinn stuðningsflokk á þingi í dag og því komi Það vel til greina að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem að ynni að hagsmunum fólksins í landinu. Sem gerði fólki kleift að lifa af launum sínum, taka á húsnæðismálum, vaxtaokri, verðtryggingunni og almennt því sem að ríkisstjórnin sé ekki að vinna að, til hagsbóta fyrir almenning í landinu.
Kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar, að slíkur flokkur mundi örugglega fá mjög gott fylgi og mundi ná góðri, ráðandi stöðu á Alþingi, þar sem að almenningur í landinu væri búinn að fá nóg af svikum stjórnmálamanna og að stjórnmálin hafi algerlega brugðist fólkinu eftir hrun.
Hann sagði það mjög sniðugt að stofna nýjan stjórnmálaflokk og segir að fólkið í landinu sé almennt alveg sammála um að forgangsröðun stjórnvalda sé gegn hagsmunum almennings.
Aðal áherslurnar séu að bæta hag útgerðarelítunnar sem að fékk lækkun á veiðigjöldum á meðan þau fyrirtæki eru að skila milljörðum í hagnað ár eftir ár og jafnframt sé unnið fyrir fleiri hópa sem að tilheyra elítunni. ,,Við vitum alveg hvaðan þessir peningar koma sem að halda þessum stjórnmálaflokkum uppi.“ Og ef við þurfum að skipta okkur meira af stjórnmálum, þá munum við stofna flokk, ég er ekki í vafa um það!
Á vef útvarps sögu segir m.a um viðtalið: ,,Verkalýðsleiðtogar sem að undanförnu hafa komið nýir inn á svið verkalýðsmála útiloka ekki að stofnaður verði stjórnmálaflokkur til þess að berjast fyrir réttindum verkafólks og launafólks í landinu. Þetta kom fram í máli Guðmundar Helga Þórarinssonar formanns VM og Guðbjargar Kristmundsdóttur verðandi formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR, einnig Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns verkalýðsfélagsins Framsýnar, í þættinum Vinnuskúrinn. En þau voru gestir Gunnars Smára Egilssonar.
Bæði Guðmundur og Guðbjörg segja að það komi vel til greina að stofna flokk og tekur Ragnar Þór undir það og segir að hann sé tilbúinn að taka þann slag að standa að stofnun nýs stjórnmálaafls ”
,,það er alveg á hreinu að ef menn ætla ekki að hlusta á almenning þá munum við þétta raðirnar og þá trúi ég því að stofnun slíks stjórnmálaafls verði að veruleika því ef kröfum verður ekki mætt þá munum við sækja fram á svið stjórnmálanna, það er alveg klárt“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2018/11/27/verkalydsfelogin-eru-fjarhagslegt-storveldi-og-geta-greitt-folki-laun-fyrir-ad-vera-i-verkfalli/