Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá Neyðarlínunni á ellefta tímanum í morgun þar sem óskað var eftir því að bráðveikur maður í Ólafsvík yrði sóttur með þyrlu.
TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt af stað frá Reykjavík skömmu síðar og var ákveðið að sjúkrabíll færi til móts við þyrluna, vestan jökuls, vegna slæmra veðurskilyrða á Snæfellsnesi. Klukkan 11:34 lenti þyrlan við Hólavoga þar sem sjúklingurinn var fluttur yfir á hífingarbörur og færður um borð í þyrluna. TF-SYN flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi.
Umræða