Tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu í vetur hefur verið með eindæmum gott eins og vegfarendur hafa væntanlega tekið eftir. Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið þessu góða tíðafari fangnandi eins og aðrir því það hefur verið hægt að brúka lögreglubifhjólin nánast linnulaust með örfáum undanteknunum frá síðasta vetri.
Að sögn Guðbrandar Sigurðssonar, aðalvarstjóra í umferðardeild lögreglunnar er þetta með betri vetrum sem hann man eftir. Lögreglubifhjólin varla stoppað frá síðasta vetri. Það munar klárlega miklu að geta notað hjólin því þau henta sérlega vel í mikilli umferð og komast greiðlegra á milli staða heldur en önnur löggæslutæki.
Umræða