Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vekur athygli á því að mikið er um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna annarsvegar og áfengis hinsvegar. Þar kemur jafnframt fram að helmingi fleiri óku undir áhrifum áhrifum ávana- og fíkniefna, en ölvunar s.l. 13 mánuði
,,Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá hvernig þróunin hefur verið í afskiptum lögreglunnar á Suðurnesjum á ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum fíkniefna annarsvegar og áfengis hinsvegar.
Frá árinu 2014 til dagsins í dag eru merki um talsverða aukningu á slíkum brotum. Háar sektir og ökuleyfissvipting eru afleiðingar slíkra brota. Algengast er að niðurstöður séu jákvæðar á kannabisefni.
Ungt fólk sem hyggur á starfsframa sem tengist Flugstöð Leifs-Eiríkssonar, langstærsta vinnustaðarins á Suðurnesjum, skal hafa það í huga að kæra vegna fíkniefnamisferlis getur komið í veg fyrir þann möguleika. Akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis er dauðans alvara.“