Búið er að opna Hellisheiði en færðin er ekki góð, hálka og skafrenningur
Lokanir og horfur
Búið er að opna veginn um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli en þar er flughálka.
Hvolsvöllur – Vík: Búið er að loka milli Hvolsvallar og Víkur. – Líkleg opnun: kl 01:00 e. miðnætti.
Öræfin: Gígjukvísl – Jökulsárlón. Búið er að loka. – Líkleg opnun: kl. 06.00 í fyrramálið (6. feb.)
Búið er að loka Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og Þingvallavegi.
Færð og aðstæður
Suðvesturland: Allvíða hálka eða hálkublettir. Mjög hvast er á Kjalarnesi en auður vegu. Ófært er í Kjósaskarði. Hálkublettir eru á Suðurstrandarvegi. Flughálka er á Krýsuvíkurvegi.
Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sumstaðar skafrenningur. Ófært er á Fróðárheiði en þungfært og snjókoma á Vatnaleið. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Hvast er á Snæfellsnesi og skafrenningur á flestum leiðum.
Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningu á fjallvegum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hálfdán, Mikladal, Kleifarheiði, Klettsháls og Þröskuldum.
Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum en víða snjóþekja á útvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.
Norðausturland: Þungfært er á Víkurskarði. Hálka flestum vegum og eitthvað um skafrenning. Ófært er á Hófaskarði og Hálsum. Þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði.
Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Hálka og skafrenningur er á Fagradal en þungfært á Fjarðarheiði. Hálkublettir er með ströndinni.
Suðausturland: Hálkublettir eða hálka.
Suðurland: Víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja en hálkublettir á Þjóveginum.
Ábending til vegfarenda
Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar. Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir.
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi
Vegna vinnu við að breikkun Hringvegar er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum köflum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við vegamótin að Hringvegi. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæðinu. Áætluð verklok eru 1. mars nk.