,,Núna er bara staðan einfaldlega orðin þannig að hún er grafalvarleg – Ég vona svo sannarlega að atvinnurekendur og síðast en ekki síst stjórnvöld, geri sér grein fyrir sinni ábyrgð“
„Því miður held ég að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir þeim alvarleika á þeirri stöðu sem upp er komin. Núna er bara staðan einfaldlega orðin þannig að hún er grafalvarleg. Til þess að við í verkalýðshreyfingunni getum vegið og metið hvort það sé ástæða til þess að halda áfram þessum viðræðum verðum við að fá að sjá þær útlínur sem stjórnvöld hafa í hyggju að leggja til þess að liðka fyrir þessum kjarasamningum.
Ef þau ekki gera það þá held ég að það blasi við að viðræðum verður slitið næsta fimmtudag og menn munu hefja undirbúning að boðun verkfalls. Þannig er bara staðan. Ég myndi nú halda það að ef þetta fer allt á versta veg þá getum við farið að sjá hér verkföll fyrstu vikuna í mars, aðra vikuna í mesta lagi.
En núna er verkefnið að leysa þetta og við í verkalýðshreyfingunni gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð. Ég vona svo sannarlega að atvinnurekendur og síðast en ekki síst stjórnvöld, geri sér grein fyrir sinni ábyrgð,“ sagði Vilhjálmur.
Aðspurður um ef að málin færu á versta veg og hversu margir mundu þá leggja niður störf? Svaraði Vilhjálmur: „Það er bara eitthvað sem við erum að vega og meta og skoða núna hvernig við förum í þessar aðgerðir. En það er alveg ljóst að þær munu hafa víðtæk áhrif ef við þurfum að beita verkfallsvopninu. Það er alveg ljóst,“ segir Vilhjálmur.
,,Það verður fróðlegt að sjá Vinstri græn og Framsóknarflokkinn fylgja Sjálfstæðisflokknum í að hunsa alþýðuna og verkalýðshreyfinguna“
Þá fjallar Vilhjálmur einnig um ummæli Bryndísar Haraldsdóttur sjálfstæðiskonu þegar að hún sagði að launæegahreyfingar hefðu ekkert um stjórn landsins að gera, hvorki skattamál eða annað : ,,Þetta er dapurt og sorglegt að sumir þingmenn í þingflokki Sjálfstæðismanna skuli hafa þessa afstöðu til verkafólks á íslenskum vinnumarkaði og hafi ekki skynbragð á þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Það mætti halda að einstaka þingmenn í þingflokkurinn líti á verkafólk sem grálúsugt sem eigi að hafa vit á því að þegja, borga og brosa!
Þessum þingmanni finnst það alveg ótrúlegt að verkalýðshreyfingin sé að kalla eftir kerfisbreytingum þar sem hagsmunir alþýðunnar og heimilanna verði teknir framyfir hagsmuni fjármálakerfisins, en eins og allir vita hafa fjármálafyrirtækin rekið ryksugubarkann ofan í launaumslag alþýðunnar og sogað stóran hluta ráðstöfunartekna til sín.
Kemur verkalýðshreyfingunni það ekki við að verðið sé að skattleggja okkar lágtekjufólk með þessum hætti? Er eitthvað að því að við gerum þá sjálfsögðu kröfu að skattbyrði á lág og lægri milltekjufólki verða lækkað umtalsvert til að auka ráðstöfunartekjur þessa fólks sem er á launum sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.
Það er dapurt þetta viðhorf frá fulltrúum sjálfstæðismanna í garð þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi, en þeim virðist hafa fundist það bara í góðu lagi að Viðskiptaráð hafi fyrir hrun montað sig af því að hafa náð yfir 90% af sínum hagsmunamálum í gegnunum löggjafann. Enda virðast fulltrúar vissra stjórnmálaflokka miklu frekar vilja halla sér upp að forréttendahópunum þar sem ríka og fræga fólkið ræður ríkjum!
Það verður fróðlegt að sjá Vinstri græn og Framsóknarflokkinn fylgja Sjálfstæðisflokknum í að hunsa alþýðuna og verkalýðshreyfinguna í ljósi þess að þessir flokkar hafa viljað kenna sig við alþýðuna og félagshyggju! En mér sýnist á þessum viðbrögðum að það stefni í gríðarlega hörð verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði, enda sýnist mér að sumir þingmenn og ráðherrar séu með bundið fyrir bæði augun gagnvart þeirri grafalvarlegu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/02/16/rikisstjornin-tharf-ad-velja-a-milli-ad-afnema-verdtrygginguna-eda-hord-langtima-verkfoll/